Kristín íþróttamaður ársins hjá alþjóðasambandi líkamsræktarfólks

Íþróttamaður ársins hjá alþjóðasambandi líkamsræktarfólks var valinn í fjórða sinn nú um páskana, samhliða Íslandsmótinu í fitness og vaxtarrrækt sem haldið var í Háskólabíó. Kristín H. Kristjánsdóttir frá Akureyri hlaut titilinn að þessu sinni en Kristín vann einnig árið 2007 og hafnaði í öðru sæti í fyrra. Í öðru sæti í kjörinu í ár varð Rannveig Kramer og í því þriðja Katrín Eva Auðunsdóttir.

Kristín náði frábærum árangri á siðasta ári, hún varð í fimmta sæti á Arnold Classic í Bandaríkjunum, varð Íslandsmeistari í sínum flokki og varð í 5. sæti á heimsmeistaramótinu í desember síðastliðnum en það telst vera besti árangur sem Íslendingur hefur náð í líkamsrækt á svo sterku móti.

Nánar er fjallað um málið og Íslandsmótið í fitness í Vikudegi á morgun.

 

Nýjast