Árið 2006 var kostnaður við vetrarþjónustuna rúmar 13,5 milljónir króna, um 12,5 milljónir árið 2007, um 19,8 milljónir árið 2008 og um 21,6 milljónir króna árið 2009. Vetrarþjónusta var boðin út og nýr samningur gerður 2008, sem skýrir kostnaðaraukann sem varð þá. Eins og fram hefur komið hefur Víkurskarð verið töluverður farartálmi í vetur, þar hefur oft verið ófært og þá sérstaklega að morgni. Þá eru dæmi um að lögregla eða björgunarsveitir hafi þurft að aðstoða fólk sem lent hafði í vandræðum á ferð sinni um Víkurskarð.