Heildarkostnaður við vefina:
http://www.akureyri.is/ og
http://www.visitakureyri.is/ var á árinu
2010 um 2,4 milljónir króna en þá er talin aðkeypt þjónusta en ekki vinna starfsmanna Akureyrarbæjar. Samningstími við núverandi
þjónustuaðila síðunnar er ótímabundinn en með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Þetta kom fram í svari bæjarstjóra á fundi bæjarráðs í morgun, við fyrirspurn Sigurðar Guðmundssonar A-lista um
heildarkostnað við rekstur heimasíðu Akureyrarbæjar og samningstíma við núverandi rekstraraðila.