Piotr Kempisty skoraði 29 stig fyrir heimamenn en Davíð Búi Halldórsson kom næstur með 15 stig. Í liði HK var Orri Þór Jónsson stigahæstur með 25 stig en Einar Sigurðsson skoraði 12 stig.
Liðin mætast að nýju á miðvikudagskvöldið kemur á heimavelli HK og þar getur KA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Vinni HK hins vegar mætast liðin í oddaleik á laugardaginn næsta í KA-heimilinu.