KA úr leik eftir tap gegn Þrótti

KA er úr leik á Íslandsmóti kvenna í blaki eftir 0:3 á heimavelli tap gegn Þrótti Neskaupsstað í undanúrslitum í gærkvöld. Þróttur vann einvígið 2:0. Gestirnir höfðu yfirburði í leiknum í gær og unnu fyrstu tvær hrinurnar 25:13 og 25:11. KA beit frá sér í þriðju hrinu en það dugði ekki til og Þróttir vann hrinuna 28:26.

Í hinum undanúrslitaleiknum vann HK lið Ýmis 3:0 og því verða það Þróttur Neskaupstað og HK sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Nýjast