KA steinlá í Neskaupstað

KA steinlá gegn Þrótti N. á útivelli í kvöld er liðin mættust í fyrsta leiknum í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki. Þróttur vann leikinn 3:0 og vann allar þrjár hrinurnar sannfærandi, 25:10, 25:12 og 25:11. Þá vann HK lið Ýmis einnig 3:0 í hinum undanúrslitaleiknum. Leikið verður aftur í undanúrslitum á fimmtudaginn og þá tekur KA á móti Þrótti í KA-heimilinu kl. 19:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit og því dugir KA-stúlkum ekkert annað en sigur í öðrum leik liðanna til þess að tryggja sér oddaleik.

Nýjast