Fjórir leikir fóru fram á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í Boganum um helgina. Í A-riðli vann KA2 Draupnir örugglega 4:1. Steinn Gunnarsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hinrik Hinriksson og Jóhann Örn Sigurjónsson skoruðu mörk KA í leiknum. Mark Draupnis skoraði Símon Símonarsson.
Þá vann Þór sömuleiðis öruggan 4:1 sigur gegn KF. Þar skoraði Jóhann Helgi Hannesson þrennu fyrir Þór og Atli Sigurjónsson eitt mark. Mark KF skoraði Agnar Þór Sveinsson. Staðan í riðlinum er þannig að Þór og KA2 eru jöfn í efsta sæti deildarinnar með 9 stig hvort.
Í B- riðli lögðu KA-menn lið Þórs 2 3:1. Halldór Orri Hjartarsson skoraði mark Þórs en Andrés Vilhjálmsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu sitt markið hver fyrir KA en eitt markið var sjálfsmark Þórs. Þá lagði Völsungur Magna að velli 6:0. Staðan í B-riðli eftir þrjár umferðir er þannig að KA er í efsta sæti með 9 stig en Þór 2 hefur sex stig í öðru sæti.