KA og HK mætast í fyrsta leik í úrslitum í kvöld

KA og HK hefja einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla í kvöld en liðin mætast þá í KA-heimilinu kl. 19:30. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður Íslandsmeistari. KA er ríkjandi meistari og á möguleika á að vinna þrennuna annað árið í röð. Liðin mætast öðru sinni á miðvikudaginn í Kópavogi en komi til oddaleiks fer hann fram á laugardaginn næstkomandi á heimavelli KA.

Í úrslitum í kvennaflokki eigast við Þróttur Neskaupstað og HK og hefst rimma þeirra annað kvöld.

Nýjast