KA nældi sér í gott stig á útivelli í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Leikni R. á Leiknisvelli, í
fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leiknir var hársbreidd frá úrvalsdeildarsæti í fyrra og flestir spá því að
liðið verði í toppbaráttunni í sumar. Úrslitin því fín fyrir KA-menn í kvöld. Alls fóru fjórir leikir fram
í 1. deildinni í kvöld en fyrsta umferðin klárast á morgun með tveimur leikjum.
Úrslit kvöldsins í 1. deild karla:
Leiknir R.-KA 0:0
HK-ÍA 0:3
Selfoss-Fjölnir 2:3
Þróttur-Grótta 1:1