KA er komið 1:0 yfir í einvíginu gegn Þrótti R. í undanúrslitum á Íslandsmótinu í blaki karla. Liðin mættust
í KA-heimilinu í kvöld í fyrsta leik liðanna þar sem lokatölur urðu 3:2 fyrir heimamenn. KA vann fyrstu hrinuna 25:20 en Þróttur vann
næstu tvær, 25:23 og 25:20 og komst 2:1 yfir. KA-menn gáfu þá allt í botn og unnu tvær síðustu hrinurnar, 25:21 og 15:11. Í
hinum undanúrslitaleiknum lagði HK lið Stjörnunnar að velli 3:1.
KA og HK standa því vel að vígi fyrir síðari leikina á miðvikudaginn kemur en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í
úrslit. Komi til oddaleikja fara þeir fram á föstudaginn nk.