KA Íslandsmeistari í 3. flokki

KA-menn urðu í dag Íslandsmeistarar í 3. flokki karla í knattspyrnu. Þeir sigruðu Fjölni 2-1 í framlengdum leik á Blönduósi. Staðan eftir fyrri hálfleik var 1-0 Fjölni í vil, en KA-menn gáfust ekki upp og jöfnuðu í síðari hálfleik 1-1. Í framlengingu voru KA-menn svo sterkari og náðu að setja eitt mark og uppskera 2-1 sigur.

Svo sannarlega glæsilegur árangur hjá KA-strákum og þjálfurum þeirra, þeim Pétri Ólafssyni og Steingrími Eiðssyni. Nánari umfjöllun verður í Vikudegi á fimmtudaginn næstkomandi.

Nýjast