KA er komið áfram í 16- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 3:2 sigur gegn HK, í framlengdum leik á KA- velli í kvöld. Jónas Grani Garðarson kom HK yfir snemma leiks úr vítaspyrnu, en Andri Fannar Stefánsson jafnaði fyrir KA með marki úr aukaspyrnu. Þegar komið var fram í uppbótartíma skoraði Guðmundur Óli Steingrímsson fyrir KA og sigurinn blasti við þeim gulklæddu.
Einum færri náðu HK- menn hins vegar að jafna og það gerði Ásgrímur Albertsson á lokasekúndu leiksins. Því þurfti að framlengja og þar reyndust KA- menn sterkari og Andri Fannar Stefánsson skoraði sigurmark leiksins þegar rétt fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Lokatölur, 3:2 sigur KA.
Nánar um leikinn í Vikudegi á morgun.