18. nóvember, 2007 - 14:09
Ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla en voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild FSA eftir að jeppabifreið fór út af Leiruveginum á Akureyri um hádegisbil í dag. Bíllinn var á leið í vesturátt, til Akureyrar, þegar óhappið varð. Ökumaðurinn fékk flogakast og missti stjórn á bílnum, sem rakst utan í brúarhandrið en fór svo útaf veginum vestan við Leirubrúna og hafnaði á hjólunum í sjónum.