Jarðvegsframkvæmdir vegna hjúkrunarheimilis boðnar út

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur samþykkt að fela Fasteignum Akureyrarbæjar að bjóða út jarðvegsframkvæmdir við hjúkrunarheimili við Vestursíðu með fyrirvara um samþykki skipulagsyfirvalda. Þar er á að byggja 45 hjúkrunarrými, sem eiga að koma í stað rýma í Kjarnalundi. Vonast er til að hægt verði að bjóða framkvæmdir við byggingu hússins út í maí í vor.

Nýjast