Bjarni Fritzson var markahæstur Akureyringa með 7 mörk, þar af 3 úr vítum, og þeir Oddur Gretarsson og Heimir Örn Árnason komu næstir með 4 mörk hvor. Í marki norðanmanna varði Sveinbjörn Pétursson 15 skot.
Hjá Haukum voru þeir Þórður Rafn Guðmundsson og Guðmundur Ólafsson markahæstir með 5 mörk. Í marki Hauka átti Birkir Ívar Guðmundsson góðan leik en hann varði 21 skot, þar af 2 víti.