Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru íþróttafólk Akureyrar árið 2020. Aldís Kara er einnig tilnefnd í ár. Mynd/akureyri.is
Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.
Oft hefur bæjarbúum verið boðið til athafnar við þetta tilefni, en vegna aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra. Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbær standa að valinu en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk sveitarfélagsins (áður íþróttamaður Akureyrar) er heiðrað.
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2021:
Árni Bragi Eyjólfsson, KA, fyrir handbolta.
Baldvin Þór Magnússon, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir).
Brynjar Ingi Bjarnason, KA, fyrir knattspyrnu.
Gunnar Aðalgeir Arason, SA, fyrir íshokkí.
Isak Stianson, SKA, fyrir skíðagöngu.
Izaar Arnar Þorsteinsson, Akur, fyrir bogfimi.
Jóhann Gunnar Finnsson, FIMAK, fyrir hópfimleika.
Lárus Ingi Antonsson, GA, fyrir golf.
Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, fyrir fjallahlaup.
Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi, fyrir siglingar.
Myndband sem kynnir íþróttakarlana betur:
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2021:
Aldís Kara Bergsdóttir, SA, fyrir listhlaup.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, fyrir golf.
Anna María Alfreðsdóttir, Akur, fyrir bogfimi.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór vegna Þór/KA, fyrir knattspyrnu.
Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA, fyrir alpagreinar.
Paula Del Olmo Gomez, KA, fyrir blak.
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Rut Jónsdóttir, KA vegna KA/Þór, fyrir handbolta.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA, fyrir hlaup (millivegalengdir og langhlaup).
Kæru kirkjugestir
Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.
Fyrir marga snúast hátíðirnar um samveru ástvina, þar sem tímanum er varið saman í miðdegislúra eða púsluspil og borðaður er góður matur við hlátrasköll og gantaskap. En það komast ekki allir heim um jólin. Hvort sem það er vegna fjarlægðar, vinnu, ferðalaga eða bara óútreiknanleika lífsins, þá getur reynst einmanalegt að vera fjarri sínum nánustu á þessum tíma árs.
Björn Gíslason hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra atvinnuuppbygginar á Bakka við Húsavík. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu. Björn mun hefja störf í janúar.
Hluti starfsfólks í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík sótti í gær skyndihjálparnámskeið með áherslu á rétt viðbrögð í neyð og fyrstu aðstoð í skyndihjálp.
Gyða Árnadóttir bjó á Akureyri frá barnsaldri og flutti austur í Neskaupstað fyrir átta árum. Hún starfar nú hjá Steininum, sem er nytjamarkaður þar í bæ. Þegar Gyða bjó á Akureyri ráku foreldrar hennar ávaxta- og grænmetisbúð þar og tóku hún og systur hennar virkan þátt í því starfi, og sérstaklega um jólin, þar sem mikið var að gera yfir hátíðirnar.