Íþróttaáhugamenn geta staðið með sínu liði á Já.is

Já hefur hleypt af stokkunum verkefninu „Hverjir eru bestir?" í samstarfi við íþróttafélögin í landinu sem felst í því að einstaklingar geta nú birt merki síns íþróttafélags við hlið skráningar sinnar á Já.is. Stuðningsmenn íþróttafélaga geta þannig lagt félagi sínu lið gegnum Já.is um leið og þeir sýna svo eftir verður tekið hvar hjarta þeirra slær í íþróttaheiminum.  

Með þessu verkefni heldur Já áfram að leggja áherslu á hreysti og húmor á árinu 2011. Undir þeim formerkjum hefur Já meðal annars verið í samstarfi við Egil „Gillz" Einarsson við útgáfu Símaskrárinnar 2011, sem kemur út í maí. Samstarfið við Egil hefur leitt til þess að aldrei hefur verið jafn mikil eftirvænting eftir útgáfu Símaskrárinnar og nú.

„Hverjir eru bestir" á Já.is er ný tekjulind fyrir íslensk íþróttafélög auk þess sem verkefnið lífgar upp á tilveruna hjá dyggu stuðningsfólki. Árgjald fyrir birtingu íþróttafélagsmerkis er 5.000 krónur og fær íþróttafélagið helming af árgjaldinu þegar stuðningsmaður velur að setja merki þess við hlið skráningar sinnar á Já.is. Hægt er að taka þátt í „Hverjir eru bestir" á slóðinni www.ja.is/bestir, auk þess sem þar verður líka hægt að fylgjast með því hvaða íþróttafélög eru best í Hverjir eru bestir!

„Við vildum gefa stuðningsfólki íslenskra íþróttafélaga kleift að styðja sitt félag með einföldum og skemmtilegum hætti og vonum að fólk verði duglegt að standa með sínu liði. Það hefur verið mjög ánægjulegt hversu vel íslensk íþróttafélög hafa tekið þessu verkefni okkar og við vonum að það verði til þess að stuðningur við það mikilvæga og uppbyggilega starf sem unnið er innan íþróttafélaganna aukist. Við þekkjum að gott stuðningslið getur skipt sköpum fyrir íþróttamenn og það verður gaman að fylgjast með því hvaða lið eiga hörðustu áhangendurna í Hverjir eru bestir á Já.is," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.

Nýjast