Íslenski dansflokkurinn með sýningu í Hofi

Íslenski dansflokkurinn býður upp á bráðskemmtilega sýningu í Hofi á Akureyri laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Sýnd verða verk sem höfða til breiðs áhorfendahóps. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og þess vegna býður Íslenski dansflokkurinn börnum sem eru 12 ára og yngri ókeypis inn á sýninguna í fylgd með fullorðnum og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði.  

Íslenski dansflokkurinn mun einnig bjóða upp á frítt dansnámskeið fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni.  Krökkum í 8. til 10. bekk verður boðið á stutt og skemmtilegt námskeið þar sem þeim gefst tækifæri til að kynnast nútímadansi  frá eigin hendi. Námskeiðið er hannað þannig að allir geta tekið þátt og eru krakkar sem ekki hafa stundað dans áður sérstaklega hvattir til að koma og spreyta sig. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 1. apríl í Hofi og er kennt af dönsurum úr Íslenska dansflokknum.

Nýjast