Íris farin að keppa á ný

Skíðakonan Íris Guðmundsdóttir er komin á fulla ferð á nýjan leik eftir meiðsli sem hún hlaut í Sviss í haust. Íris hefur verið frá keppni frá því í byrjun september en keppti á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Oppdal í Noregi í gær þar sem hún hafnaði í fimmta sæti í kvennaflokki.

Þá er það einnig að frétta af Írisi að hún var nýverið valin skíðakona ársins 2010 hjá SKA. Áður hafði hún verið valin skíðakona ársins af Skíðasambandi Íslands. Íris er ein allra fremsta skíðakona landsins þrátt fyrir ungan aldur, en hún er aðeins tvítug.

Nýjast