Innanlandsflug hafið á ný

Innanlandsflug er hafið á ný og þessa stundina er verið að afgreiða þotu á Akureyrarflugvelli, sem kom með farþega að sunnan. Mikill fjöldi fólks bíður eftir flugi en innanlandsflug hefur legið niðri frá því á fimmtudag. Nóttin var með allra rólegsta móti hjá lögreglunni á Akureyri. Nokkuð snjóaði í bænum í nótt og því er töluverð hálka á götum Akureyrar og í næsta nágrenni. Umferðin hefur þó gengið vel í nótt og morgun en nokkur minni háttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í gær. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en bifreið var óökufær eftir árekstur við kyrrstæðan bíl í Oddeyrargötu seinni partinn í gær.

Nýjast