KA-menn fara ekki vel af stað í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Norðanmenn steinlágu gegn ÍA í Boganum í gær, 0:5, og eru því án stiga eftir fyrstu tvo leikina í riðli 1 í A-deild. ÍA er hins vegar með sex stig eftir tvo leiki á toppnum. Gary Martin skoraði fjögur mörk fyrir ÍA í leiknum og Mark Doninger eitt.
Þór mætir svo Selfyssingum í dag í sama riðli í Boganum og hefst sá leikur kl. 16:00.