Vefnum barst tölvupóstur með myndum og texta frá konu sem átti leið um Miðbæ Akureyrar i morgun. Eins og sjá má var henni og liklega fleirum sem þar áttu leið um misboðið.
Pósturinn er svona:
,,Sæll. Ég rölti um bæinn á milli 9 og 10 á sunnudagsmorgni (í dag) með fyrstu mannlegu vorboðunum úr fyrsta skemmtiferðaskipi ársins sem liggur nú við höfn...og ömurlegheitin blöstu við mér hvert sem litið var.
Ekki fallegt en svona er nú Miðbærinn eftir ,,gleði" næturinnar
Hugsunin látum aðra verka eftir okkur skítinn er hreint út sagt óþolandi
Þessir ,,minnisvarðar" næturinnar voru hreinlega út um allan bæ