Nú um helgina fer fram fyrsta barnamót ársins í íshokkí þegar Hreint mótið verður haldið í Skautahöllinni á
Akureyri. Rúmlega 150 keppendur á aldrinum 4-11 ára keppa á mótinu frá þremur félögum. Frá Skautafélagi Akureyrar koma um 75
keppendur en einnig verða keppendur frá Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum á mótinu.
Keppni hófst kl. 8 í morgun og verður leikið til kl. 19 í kvöld og svo frá kl. 8 í fyrramálið, sunnudag, til kl 12:30. Keppt er í
krílaflokki, 7. flokki, 6. flokki og 5. flokki.