Hreinsistöð fráveitu Norðurorku hefur sannað gildi sitt en á þeim tíma sem hún hefur verið starfrækt hafa tæplega 100 tonn af rusli verið síuð úr fráveituvatninu sem annars hefðu endað út í sjó.
Gerlamengun við strandlengju Akureyrar hefur í kjölfarið minnkað umtalsvert. Hreinsistöðin er því mikil umhverfisbót fyrir samfélagið allt við Eyjafjörð að því er fram kom á aðalfundi Norðurorku.