Hreinn Þór Hauksson, varnarmaðurinn sterki í liði Akureyrar, verður fjarri góðu gamni í fyrstu leikjum liðsins í N1-deildinni eftir hlé vegna meiðsla. Hreinn fór í aðgerð vegna langvarandi nárameiðsla um miðjan desember og verður að öllum líkindum frá keppni í 2-3 vikur.
Þá er Geir Guðmundsson einnig frá vegna blóðtappa í hægri hendi og leikur ekkert meira með Akureyri í vetur. N1-deildin hefst á ný á fimmtudaginn kemur og þá mætast m.a. Akureyri og Valur í Höllinni.