Hraðakstur í Skógarlundi

Íbúar í grennd við Skógarlund á Akureyri hafa kvartað yfir hraðakstri og vilja að settar verði upp hraðahindranir. Þær sem fyrir hægja ekki nóg á umferðinni. Nú þegar sumarið er gengið í garð eru börn meira á ferðinni og því brýnt að ökumenn hægi á akstrinum.

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar telur þörf á aðgerðum til að draga úr umferðarhraðanum og hefur óskað eftir tillögum frá framkvæmdadeild um þrengingar í götunni.

 

throstur@vikudagur.is

 

Nýjast