Howell með tvö í sigri KA

Bandaríkjamaðurinn Dan Howell skoraði tvívegis fyrir KA sem lagði granna sína í Þór að velli, 3:1, í Boganum í gærkvöld í riðli 1 í A-deild.

Andrés Vilhjálmsson kom KA yfir eftir korters leik en Atli Sigurjónsson jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik. Þá var komið að þætti Howells sem tryggði KA þrjú stig með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.

KA er áfram á botni deildarinnar þrátt fyrir sigurinn með fjögur stig en Þór hefur sex stig í fimmta sæti eftir sex leiki.

Nýjast