Megintilgangurinn með styrkjunum er að stuðla að enn frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar í landinu með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði og auka aðgengi að þeim gæðum og möguleikum sem nýting jarðhita hefur í för með sér, draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til húshitunar, og jafnframt að draga út kostnaði ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Styrkir eru veittir sveitarfélögum, fyrirtækjum eða einstaklingum.
Aðrir sem fengu styrk til jarðhitaleitar eru :
Búast má við að leit hefjist á þessum stöðum með vorinu. Styrkirnir til jarðhitaleitar á köldum svæðum er veittir á grundvelli 16. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Umsjón jarhitaleitarstyrkjanna er hjá Orkusjóði en Orkuráð hefur úthlutun þeirra með höndum að ákvörðun ráðherra. Unnið er eftir úthlutunarreglum sem staðfestar hafa verið af iðnaðarráðherra. Auglýst var eftir umsóknum um styrkina í nóvember 2010 og rann umsóknarfrestur út 31. desember. Sautján umsóknir bárust, samtals að upphæð 58,2 m.kr. Orkuráð afgreiddi umsóknirnar á fundi sínum 16. febrúar. Framkvæmdastjóri Orkusjóðs er Jakob Björnsson.