HM karla í íshokkí 2012 haldið á Íslandi

Heimsmeistaramótið í 2. deild íshokkí karla árið 2012 fer fram hér á landi í apríl og er það í fyrsta sinn síðan árið 2006 sem mótið er haldið á Íslandi í karlaflokki. Á sama tíma hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi heimsmeistarakeppninnar.

Þannig verða deildirnar spilaðar eftir styrkleikagreiningu og þjóðirnar 12 sem leika í 2. deild er skipt í A og B deild. Ísland leikur í A-deild, ásamt Spáni, Nýja-Sjálandi, Króatíu, Eistlandi og Serbíu, segir á vef ÍSÍ.

 

Nýjast