Fimm af níu hljómsveitum komast áfram á hverju kvöldi. Hljómsveitin Robonia er þar með búin að tryggja sé sæti í undanúrslitum sem fram fara dagana 14.-16. apríl næstkomandi. Sigurvegarar í Noregi komast svo áfram í sérstök Skandinavíuúrslit sem haldin verða í Svíþjóð í júní. Alheimsúrslitin fara svo fram í Þýskalandi 12.-14. ágúst og fá sigurvegararnir plötusamning ásamt Bandaríkja- og Evróputúr í verðlaun, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitina Robonia skipa þau; Dagný Elísa Halldórsdóttir - söngur, Heiðar Brynjarsson - trommur, Hreinn Logi Gunnarsson - gítar, Hafsteinn Ingason - gítar og Nicolay Heyerdahl - bassi. Hægt er að hlusta á löginn á www. myspace.com/roboniaband