„Auk stórkostlegra vinsælda innanlands, hlaut Hleðsla nýlega gull-og silfurverðlaun í norrænni mjólkurvörusamkeppni. Hleðsla ætti því möguleika erlendis, einnig vegna sérstöðu sinnar fram yfir aðra próteindrykki á markaðnum. Með tilkomu Heðslu í fernum, fjölgar tækifærum til neyslu og bindum við miklar vonir við það," segir Guðný. Hleðsla hefur sérstöðu fram yfir aðra próteindrykki á markaðnum því Hleðsla er eini drykkurinn sem framleiddur er úr íslenskum mysupróteinum. Auk hágæða mysupróteina inniheldur Hleðsla kolvetni til hleðslu sem henta vel eftir æfingar og einnig sem millimáltíð, enda hefur Hleðsla slegið í gegn meðal íþróttafólks og almennings.
"Kauptu fjórar og fáðu sex" er markaðsátak sem nú er hafið, þar er takmarkað upplag af kippum selt á þeim kjörum. Nánari upplýsingar er að finna á http://www.ms.is/.