Hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) fagna samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 22. janúar 2013 um að ráðist skuli nú þegar í jafnlaunaátak sem beinist að því að rétta hlut starfstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.
Hinn kynbundni og ráðuneytabundni launamunur sem fjármála- og efnahagsráðherra og velferðarráðherra hafa viðurkennt að hafi viðgengist gagnvart hjúkrunarfræðingum í fjölda mörg ár er óásættanlegur. Við viljum sjá raunhæfar aðgerðir fylgja þessum orðum og að laun hjúkrunarfræðinga verði leiðrétt í miðlægum kjarasamningum til jafns við aðra ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun.
Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við hjúkrunarfræðinga Landspítala Háskólasjúkrahúss og hvetjum til þess að strax verði gengið frá stofnanasamningi við þá. Í kjölfarið verði gengið frá sambærilegum stofnanasamningum á öðrum heilbrigðisstofnunu, segir í tilkynningu.