Gufustrókur steig upp við Hlíðarbraut skammt ofan Steinahlíðar á Akureyri nú fyrir stundu en þar hafði hitaveitulögn farið í sundur. Heitt vatn lak yfir götuna og einnig kom heitt vatn upp úr brunni í Steinahlíð. Verið var að loka fyrir lögnina þegar hún fór í sundur en á þessu svæði hefur verið lögð ný hitaveitulögn meðfram Hlíðarbrautinni.