„Fyrst og fremst verður sveitarstjóri að hafa gaman af því að kynnast fólki, hlusta og vera forvitinn um nýjar leiðir til að leysa verkefni,“ segir Björg Erlingsdóttir.
Björg Erlingsdóttir er sveitarstjóri á Svalbarðsströnd en hún tók við embættinu fyrir um ári síðan. Vikudagur fékk Björgu í nærmynd og spurði hana einnig út í stöðuna í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast viðtalið í net-eða prentútgáfu blaðsins.
„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.
Í vikunni eftir að Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) fer fram í Reykjavík dagana 16.–18. október verður 18. málþingið um heimskautarétt haldið í Nuuk á Grænlandi 22.–24. október. Málþingið er skipulagt af Háskólanum á Akureyri og Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi).
„Þetta hefur verið allra stærsta árið okkar hjá Golfklúbbi Akureyrar hingað til. Félagsmönnum hefur fjölgað umtalsvert og aðsókn var mjög góð, mikil aukning á milli ára,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Haustið hefur verið milt og gott og margir kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna og eru enn að. Mikið líf er á Jaðarsvelli allt árið um kring.
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.
„Á þessum tímapunkti get ég ekki samþykkt gjaldskrá leikskóla nema að undangenginni könnun á viðhorfi foreldra til þeirra breytinga sem gerðar voru þegar sex tíma dvöl varð gjaldfrjáls,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi B-lista.
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis.
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.
Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori kemur fram á tónleikum í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudag, 19. október og hefjast þeir klukkan16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar-Hvítar Súlur.