Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi mætti á fund skólanefndar Akureyrar í vikunni og gerði grein fyrir áætlaðri
stöðu mála í innritun barna í leikskólana á þessu ári. Þar kom fram að 249 börn útskrifast úr leikskóla
í vor og haust. Árgangur 2009 telur 272 börn og eru nú þegar 44 börn innrituð. Ef ekki verða frekari breytingar ættu um 20 börn úr
árgangi 2010 að komast inn í leikskóla í haust.
Helst vantar leikskólarými í Naustahverfi. Fram kom tillaga um að fjölga rýmum um 10-12 í Lundarseli og fækka rýmum í
Sunnubóli á móti. Þá var lagt til að í leikskólunum Flúðum og Pálmholti verði tímabundið hópar fyrir
börn úr Naustahverfi. Skólanefnd samþykkti fyrirliggjandi tillögur.