Á plötunni eru tuttugu ný lög eftir alla hljómsveitarmeðlimi, ýmist eina sér eða með öðrum en textar eru allir eftir Helga. Platan er gefin út í hóflegu upplagi og verður fyrst og fremst seld á tónleikum hljómsveitarinnar. Að þessu tilefni verður hljómsveitin með útgáfutónleika á Græna hattinum laugardginn 30. apríl og daginn áður verða tónleikar á Dalvík. Hljómsveitina skipa Helgi Þórsson söngur, Brynjólfur Brynjólfsson gítar, Bergsveinn Þórsson bassi, Atli Már Rúnarsson,trommur og Gunnur Ýr Stefánsdóttir þverflauta.