Helgi og hljóðfæraleikararnir með enn eina plötuna

Það telst ekki lengur til stórtíðinda þótt "Helgi og hljóðfæraleikararnir" gefi út plötu, enda hefur hljómsveitin gert rúmlega tíu plötur um dagana. En nú er sem sagt komið að enn einni plötuútgáfunni hjá hljómsveitinni. Þessi nýjasta plata ber nafnið "nakti apinn" og var tekin upp í stúdíói hljómsveitarinnar á Kristneshæli.  

Á plötunni eru tuttugu ný lög eftir alla hljómsveitarmeðlimi, ýmist eina sér eða með öðrum en textar eru allir eftir Helga. Platan er gefin út í hóflegu upplagi og verður fyrst og fremst seld á tónleikum hljómsveitarinnar. Að þessu tilefni verður hljómsveitin með útgáfutónleika á Græna hattinum laugardginn 30. apríl og daginn áður verða tónleikar á Dalvík. Hljómsveitina skipa Helgi Þórsson söngur, Brynjólfur Brynjólfsson gítar, Bergsveinn Þórsson bassi, Atli Már Rúnarsson,trommur og Gunnur Ýr Stefánsdóttir þverflauta.

Nýjast