Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí í 4. deild fer fram hér á landi dagana 27. mars til 2. apríl. Þetta er í fyrsta skiptið sem HM kvenna er haldið hér á landi en þetta er í fjórða sinn sem Ísland teflir fram liði á heimsmeistaramóti.
Fimm lið keppa á mótinu en auk Íslands eru það Suður-Kórea, Suður-Afríka, Nýja-Sjáland og Rúmenía. Allir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal. Alls eru 20 leikmenn í íslenska hópnum, 10 koma frá SA, 8 frá Birninum og 2 frá SR.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn
Karítas Sif Halldórsdóttir Björninn
Margrét Arna Vilhjálmsdóttir SR
Varnarmenn
Anna Sonja Ágústsdóttir SA
Elva Hjálmarsdóttir Björninn
Hrund Thorlacius SA
Guðrún Marín Viðarsdóttir SA
Sigrún Sigmunsdóttir Björninn
Védis Áuslaug Beck Valdemarsdóttir SA
Sóknarmenn
Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir SA
Birna Baldursdóttir SA
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Björninn
Guðrún Arngrímsdóttir SA
Guðrun Blöndal SA
Hanna Rut Heimisdóttir Björninn
Katrín Hrund Ryan SA
Lilja María Sigfúsdóttir Björninn
Linda Brá Sveinsdóttir SA
Sigríður Finnbogadóttir Björninn
Sigrún Agatha Árnadóttir SR
Steinunn Sigurgeirsdóttir Björninn