Akureyri hefur gengið vel með HK-menn í vetur. Fjórum sinnum hafa liðin mæst og alltaf hafa norðanmenn haft betur. Heimir segir það þó ekki skipta neinu máli þegar sjálf úrslitakeppnin hefst.
„Það var bara fyrsti leikurinn sem var öruggur sigur hjá okkur en hinir þrír leikirnar voru hörkuleikir. HK-menn hafa verið stígandi í síðustu leikjum og þeir verða án efa erfiðir.”
Akureyri vann Fram með níu marka mun í Höllinni í kvöld, 35:26, í leik sem var aldrei spennandi. Akureyri tók forystu snemma leiks og lét hana aldrei af hendi. Það var lítið undir í kvöld og því gátu bæði lið leyft sér að keyra á fleiri leikmönnum.
„Ég var ánægður með mjög margt í okkar leik í kvöld og það var sérstaklega frábært að fá Hreinsa (Hrein Þór Hauksson) inn í liðið aftur. Við spiluðum hraðann boltan. Við höfum verið þungir upp á síðkastið og lögðum upp með það í kvöld að spila hraða miðju og hafa gaman af þessu,” sagði Heimir.