Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni nafnarnir Þorsteinn Pétursson, Steini Pje, fyrir óeigingjarnt framlag sitt til varðveislu og nýtingar eikarbátsins Húna II, og Þorsteinn E. Arnórsson, fyrir mikilsvert framlag til varðveislu iðnaðarsögu Akureyrar og reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri.
Þá hlaut Sunneva Kjartansdóttir dansari og danshöfundur styrk til að sinna köllun sinni og Drífa Helgadóttir var heiðruð fyrir framúrskarandi sjálfboðaliðastarf fyrir Lautina, athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Þar hefur hún starfað um 16 ára skeið.