Hefði veruleg áhrif ef innan- landsflugið yrði í Keflavík

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir að það myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi félagsins yrði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður, að því gefnu að aðstaða fyrir innanlandsflugið yrði í Keflavík.  „Ef aðstaðan yrði byggð upp í nágrenni við Reykjavík væri það annað mál," segir hann.  

Árni segir erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því hver áhrifin yrðu á fjölda farþega en ýmsar greiningar sem gerðar hefðu verð gerðu ráð fyrir 30-35% fækkun þeirra. „Það er erfitt að segja fyrir um hvort við myndum lifa slíkar breytingar af, en það er ljóst að samfara flutningi á flugvellinum hækkar kostnaður okkur töluvert, m.a. bara vegna þess að lengra yrði að fljúga til allra okkar áfangastaða innanlands frá Keflavík," segir hann.

Árni segir að fyrirhuguð uppbygging félagsins á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli sé í vinnslu, fyrstu drög hafi verið kynnt i skipulagsráði. „Við erum að vinna að frekari úrfærslu en við vonumst til að hægt verði að hefja framkvæmdir í lok þessa árs eða byrjun þess næsta."

Nýjast