Einnig var á fundinum lögð fram til annarar umræðu samþykkt um kattahald. Framkvæmdaráð samþykkti nýja samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkti framkvæmdaráð gjaldskrá um kattahald í Akureyrarkaupstað. Gert er ráð fyrir að eftirlitsgjald verði kr. 6.000 og skráningargjald kr. 10.000.