Handsömunargjald fyrir óskráðan hund verður 10.000 krónur

Hunda- og kattahald á Akureyri var til umfjöllunar á fundi framkvæmdaráðs fyrir helgi. Framkvæmdaráð samþykkti m.a. breytingar á gjaldskrá vegna hundahalds í Akureyrarkaupstað sem gerir ráð fyrir að handsömunargjald fyrir óskráðan hund verði kr. 10.000 og kr. 5.000 fyrir hund sem er skráður.  

Einnig var á fundinum lögð fram til annarar umræðu samþykkt um kattahald. Framkvæmdaráð samþykkti nýja samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkti framkvæmdaráð gjaldskrá um kattahald í Akureyrarkaupstað. Gert er ráð fyrir að eftirlitsgjald verði kr. 6.000 og skráningargjald kr. 10.000.

Nýjast