Gunnar Már lánaður til Þórs

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Már Guðmundsson hjá FH hefur verið lánaður til nýliða Þórs og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Gunnar er miðjumaður og á að baki 185 leiki í öllum deildum og skorað í þeim 43 mörk.

Hann er uppalinn Fjölnismaður en gekk í raðir FH í fyrra sumar. Hann mun skrifa undir sex mánaða samning við Þór á morgun en frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Nýjast