Einnig bendir VALITOR á að: Netviðskipti eru áhættusöm og gæta þarf ítrustu varkárni. Öruggri greiðslusíðu VALITOR er ekki ætlað að sannreyna hvort korthafi sé sá sem hann segist vera. Sú ábyrgð hvílir alltaf á söluaðila. Nákvæmar upplýsingar um ábyrgð söluaðila er að finna í viðskiptaskilmálum VALITOR sem eru á vef fyrirtækisins ásamt upplýsingum um Örugga greiðslusíðu. Þessar upplýsingar eiga að vera notendum Öruggrar greiðslusíðu ljósar
Sú hætta er alltaf fyrir hendi í kortaviðskiptum að utanaðkomandi aðili brjótist inn í kerfi söluaðila og steli viðkvæmum kortaupplýsingum. Örugg greiðslusíðu VALITOR fyrirbyggir að slíkt eigi sér stað þar sem kortaupplýsingar eru vistaðar hjá fyrirtækinu en ekki hjá söluaðila. Í tilviki frétta um Örugga greiðslusíðu VALITOR var ekki um tjón vegna innbrots í tölvukerfi söluaðila að ræða. Það er frumskilyrði söluaðila í öllum greiðslukortaviðskiptum að sannreyna að réttur korthafi framkvæmi viðskiptin. Ef söluaðili er í vafa um hvort um réttan korthafa sé að ræða, getur hann leitað til þjónustuvers VALITOR til að grennslast fyrir um hvort upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og útgáfubanka kortsins komi heim og saman við þær upplýsingar sem söluaðili hefur fengið hjá kaupanda og þannig komið í veg fyrir að óprúttnir aðiliar svíki út vörur. Meginreglan er alltaf sú að fara að öllu með gát, segir í fréttatilkynningu frá VALITOR.
Fréttatilkynningin er send út vegna fréttar hér á síðunni, þar sem Guðmundur Ómarsson eigandi og framkvæmdastjóri Eldhafs ehf. segist hafa orðið fyrir stórfelldu kortasviki í netverslun sinni á dögunum, þar sem vörur fyrir um eina milljón króna voru keyptar með stolnum kreditkortum.