Góð verkefnastaða hjá Slippnum

Mjög góð verkefnastaða er framundan hjá Slippnum Akureyri, að sögn Antons Benjamínssonar framkvæmdastjóra. Eitt af verkefnum stöðvarinnar nú er að stækka frystilest í togaranum Tenor sem legið hefur bundinn við bryggju í Krossanesi í um eitt ár.Togarinn hefur verið í eigu kanadískra og íslenskra aðila en nú hefur Fænus ehf. sem er dótturfélag Nýsis keypt skipið og hyggst gera það út við Marokkó. Auk þes sem frystilestin verður stækkuð verður sett um 150 rúmmetra móttaka úr ryðfríu stáli á millidekki. ,,Þetta er býsna stórt verk og gott að fá það á þessum tímapunkti," segir Anton.

Nýjast