Gleðilegt sumar !

Sumarmál/mynd Rúnar Vestmann.
Sumarmál/mynd Rúnar Vestmann.

Kristján frá Gilhaga hefur stundað vísnagerð frá barnæsku og ort ógrynni af tækifærisvísum og lausavísum við öll hugsanleg tækifæri.Í tilefni af komu sumarsins birtist hér ljóðið Sumarmál eftir Kristján. Meðfylgjandi mynd tók Rúnar Vestmann.

Vikudagur sendir lensendum sínum bestu óskir um gleðilegt sumar.

Sumarmál.

Nú rís af djúpum dvala

úr dimmum vetrarsvala

mitt fagra fósturland.

 

Frá sól við sjónhring ysta,

á sumardaginn fyrsta,

rís gullið geislaband.

 

Sá geisli fögnuð færir

hann frjóvgar vermir nærir.

Það breytir allt um brag.

 

Þá fjötrar vetrar falla

og frelsið hrífur alla,

hinn fyrsta sumardag.

 

Sú þjóð sem þreyja mátti

við þrotlaust strit og átti

til matar vart í mál.

 

Sá óskir einatt rætast,

og allra hugir kætast  

við sérhver sumarmál.

 

Kristján frá Gilhaga

 

 

Nýjast