„Á þessum tímapunkti get ég ekki samþykkt gjaldskrá leikskóla nema að undangenginni könnun á viðhorfi foreldra til þeirra breytinga sem gerðar voru þegar sex tíma dvöl varð gjaldfrjáls,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi B-lista.
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis.
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.
Ítalski gítarleikarinn Simone Salvatori kemur fram á tónleikum í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudag, 19. október og hefjast þeir klukkan16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar-Hvítar Súlur.
„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.
Í ályktun ASÍ sem var að berast er lýst yfir miklum áhyggjum af atvinnuástandinu í Þingeyjarsýslum og skorað á stjórnvöld að koma að málinu af fullum krafti. Framsýn og Þingiðn fagna þessum stuðningi. Ályktunin er eftirfarandi: