Gestum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur fjölgað

Flutningur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hof hefur breytt miklu í starfsemi SN, gestum á tónleika hefur fjölgað og sala árskorta hefur gengið vel. Á móti kemur að kostnaður hefur aukist, en ljóst er að húsið mun færa hljómsveitinni mjög aukin tækifæri á næstu árum.  

Þetta var á meðal þess sem fram kom á samráðsfundi fulltrúa Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og stjórnar Akureyrarstofu nýlega. Fulltrúar SN gerðu grein fyrir starfseminni á síðasta ári og framtíðarstefnu sveitarinnar. Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir ánægju með hve starfsemi hljómsveitarinnar fer vel af stað í menningarhúsinu Hofi.

Nýjast