Gamanleikur þessi hefur verið sýndur á Húsavík og á Breiðamýri við góðar undirtektir. Stórtónleikar verða svo á Græna hattinum á föstudags- og laugardagskvöld kl. 21.00, þar sem hópur norðlenskra tónlistarmanna hefur sett saman dagskrá með vinsælustu lögunum sem Óðinn Valdimarsson söng á sínum ferli. Lög eins og; Ég er kominn heim, Magga, Í kjallaranum, Augun þín blá, Violetta, Á Akureyri, Blátt oní blátt, Ég vil lifa, elska, njóta,
Útlaginn og fleiri. Þau sem fram koma eru: Óskar Pétursson,Helena Eyjólfsdóttir, Brynleifur Hallsson, Björn Þórarinsson, Snorri Guðvarðarson, Friðjón Jóhannsson, Einar Bragi, Þorleifur Jóhannsson, Finnur Finnsson, Valgarður Óli Ómarsson, Stefán Gunnarsson og Hermann Arason en sögumaður og kynnir er Rafn Sveinsson. Þessi dagskrá var flutt fyrir fullu húsi á Græna hattinum í haust og vegna frábærra undirtekta var ákveðið að endurtaka leikinn.