Fyrstu samstarfssamningar ársins

Baldvin Valdemarsson hjá AFE og Gauti Hallsson framkv.stj. Delta
Baldvin Valdemarsson hjá AFE og Gauti Hallsson framkv.stj. Delta

Vaxtasamningur Eyjafjarðar hefur gert  fyrstu tvo samninga ársins við Hafbor ehf. og Dexta orkutæknilausnir ehf.

Hafbor ehf. er nýsköpunarfyrirtæki á Siglufirði sem hefur hannað nýja gerð af akkerum fyrir fiskeldi og flotbryggjur. Styrkur var veittur vegna markaðssetningar í Bandaríkjunum.  Framkvæmdastjóri Hafbor er Ingvar Erlingsson. Einnig var gengið frá samningi milli VaxEy og Dexta orkutæknilausna ehf. um verkefni til að fullhanna færanlegan kornþurrkara sem nýtir innlenda orkugjafa.  Framkvæmdastjóri Dexta orkutæknilausna ehf. er Gauti Hallsson

 

Nýjast