Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur til Akureyrar í fyrramálið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins leggst að bryggju á Akureyri snemma í fyrramálið en skipið kemur frá Reykjavík. Það heitir Athena og er rúmlega 16.000 brúttótonn að stærð. Um borð eru 388 farþegar og þar af um 270 Svíar en í áhöfn eru um 140 manns, að sögn Péturs Ólafssonar skrifstofustjóra Hafnasamlags Norðurlands.  

Næsta skip er svo væntanlegt undir lok mánaðarins en alls verða komur skemmtiferðaskipa 55 í sumar. Þetta eru heldur færri komur en ráð var fyrir gert, að sögn Péturs en fimm komur voru afbókaðar, þar sem skipafélagið sem ætlaði að standa fyrir þeim ferðum, fór í þrot.

Nýjast